Baunadós sprakk framan í Ásdísi

Ásdís Halla Einarsdóttir lenti í því óskemmtilega atviki að baunadós sem hún opnaði sprakk framan í hana.

Þar með er ekki öll sagan sögð því hún tók myndband af dósinni því innihaldið kraumaði inni í henni eins og það væri að sjóða. Þannig hélt það áfram í hálftíma í viðbót. Færslu með myndbandinu setti hún á Fésbókarsíðu grænmetisæta á Íslandi.

Brá rosalega

„Um leið og ég ýtti þessum flipa niður kemur rosa hvellur. Hálft lokið opnast, það spýtist vatn út úr og byrjar að freyða. Mér brá rosalega því ég kaupi oft frá þeim. Þau sögðu að þetta væri mjög furðulegt og létu mig koma með dósina til sín og fóru með hana í greiningu,“ segir Ásdís Halla og á við fyrirtækið Heilsu en dósina keypti hún í Hagkaup Skeifunni. Dósin sem um ræðir heitir Black Eyed Beans og er frá fyrirtækinu Biona.

Gæti verið gerjun

„Ég hélt að það væru pöddur í þessu, þannig að ég tæmdi dósina alveg en það kom ekki neitt. Þetta gæti verið gerjun eða bakteríumyndun,“ segir hún en Fésbókarfærslan fékk mikil viðbrögð grænmetisæta.

„Mér fannst þetta rosalega furðulegt og hef aldrei heyrt um það áður að dósir séu að springa framan í fólk.“

Ásdís Halla Einarsdóttir hrökk við þegar baunadósin sprakk.
Ásdís Halla Einarsdóttir hrökk við þegar baunadósin sprakk. Mynd/Aðsend
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert