Herferðin gegn hvalveiðum heldur áfram

Herferð sem staðið hefur yfir á erlendri grundu gegn viðskiptum við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem tengjast hvalveiðum mun halda áfram þrátt fyrir að tilkynnt hafi verið að Hvalur hf. hyggi ekki á frekari veiðar á lengreyði vegna stjórnsýsluhindrana í Japan.

Fram kemur á vefsíðu herferðarinnar að hún muni halda áfram á meðan Íslendingar stunda hvalveiðar en ekki hefur verið ákveðið að hætta hrefnuveiðum hér við land. Ljóst er að forsvarsmenn herferðarinnar telja allt eins líklegt að einungis sé um tímabundið ástand að ræða og að veiðar á langreyð kunni að hefjast á ný ef aðstæður breytist.

Frétt mbl.is: Gafst upp á endalausu skrifræði í Japan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert