Katrín veltir fyrir sér forsetaframboði

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, veltir nú fyrir sér að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Í nýrri skoðanakönnun Stundarinnar, sem framkvæmd var af MMR, mældist Katrín með langmestan stuðning en 37,5% svarenda sögðust telja að Katrín kæmi til greina sem næsti forseti Íslands.

Katrín segist nú velta því fyrir sér „í alvöru“ að bjóða sig fram.

„Auðvitað er það ekki nema eðlilegt að maður velti þessu fyrir sér þegar margir telja þetta góða hugmynd,“ segir Katrín í samtali við mbl.is. „Ég hef ekki verið að stefna á þetta embætti en nú ætla ég að gefa mér nokkra daga til þess að velta þessu fyrir mér.“

Aðspurð hvort margir hafi komið að máli við hana vegna kosninganna í vor svarar Katrín því játandi. „Það hefur verið þrýst á mig eins og fleiri. En núna ætla ég að velta þessu fyrir mér af alvöru í nokkra daga.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert