43 látnir í 30 slysum

Alls hafa 43 látist í þrjátíu slysum við útafakstur af bryggjum á síðustu 85 árum, eða frá árinu 1931. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Óli H. Þórðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Umferðarráðs hefur tekið saman.

17. febrúar sl. varð banaslys í Ólafsvíkurhöfn þegar fullorðinn karlmaður drukknaði eftir að bifreið hans lenti út af bryggjukanti og endastakkst í sjóinn. Rannsókn slyssins stendur enn yfir af hálfu rannsóknarnefndar samgönguslysa, en í tilefni þess hafa vaknað spurningar um fjölda bryggjuslysa sem orðið hafa hér á landi.

Upplýsingar um banaslys þegar um útafakstur á bryggjum er að …
Upplýsingar um banaslys þegar um útafakstur á bryggjum er að ræða. Óli H. Þórðarson

Eftir að Óli H. Þórðarson kynnti á síðasta ári niðurstöður rannsóknar sinnar á banaslysum í umferðinni frá upphafi bílaaldar á Íslandi, sem hann vann í samstarfi við rannsóknarnefndina og fleiri aðila, opnaðist möguleiki á að varpa ljósi á tiltekna flokka banaslysa í umferðinni frá upphafi bílaumferðar. Meðal annars er þar að finna upplýsingar um fjölda banaslysa við þessar aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert