Enn í gæsluvarðhaldi vegna frelsissviptingar

Gæsluvarðhaldi yfir manninum hefur verið framlengt um viku.
Gæsluvarðhaldi yfir manninum hefur verið framlengt um viku. Ómar Óskarsson

Gæsluvarðhald yfir manni sem er talinn hafa framið rán, lík­ams­árás og frels­is­svipt­ingu um miðjan fe­brú­ar, hefur verið framlengt um viku. Maður­inn réðst inn á heim­ili konu ásamt fjór­um grímu­klædd­um mönn­um og beitti hana of­beldi. Hótaði maður­inn kon­unni ít­rekað líf­láti eft­ir árás­ina.

Fyrri frétt mbl.is: Í ein­angr­un vegna árás­ar og frels­is­svipt­ing­ar

Maður­inn, sem er ekki bú­sett­ur hér á landi, kærði gæslu­v­arðhaldið og ein­angr­un­ina sem hann var úr­sk­urðaður í til 4. mars til Hæsta­rétt­ar. Þar var úr­sk­urður Héraðsdóms Reykja­ness hins veg­ar staðfest­ur og að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hefur gæsluvarðhaldið nú verið framlengt um viku.

Í grein­ar­gerð lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu kem­ur meðal ann­ars fram að maður­inn hafi verið hand­tek­inn 25. fe­brú­ar en árás­in átti sér stað 16. fe­brú­ar. Kon­an lýsti því í skýrslu­töku hjá lög­reglu að maður­inn auk eins ann­ars hafi ráðist inn á heim­ili henn­ar ásamt fjór­um grímu­klædd­um mönn­um sem hafi talað ensku og spænsku sín á milli. Menn­irn­ir hafi haldið henni á heim­il­inu í um sex klukku­stund­ir, bundið hana niður, beitt hana of­beldi m.a. notað raf­byssu á hana og tekið hana kyrk­ing­ar­taki svo hún hafi liðið út af í tvígang meðan þeir hafi verið á heim­ili henn­ar.

Þegar menn­irn­ir hafi farið hafi þeir haft á brott með sér skart­gripi og pen­inga í eigu brotaþola. Brotaþoli hafi leitað á slysa­deild eft­ir at­vikið vegna áverka sem hún hafi hlotið.

Málið er talið tengj­ast því að kon­an hafi átt að geyma fíkni­efni sem kærði hafi flutt hingað til lands á síðasta ári og sem lög­regla hafi síðar lagt hald á á heim­ili henn­ar. Eigi kærði að hafa hótað kon­unni líf­láti myndi hún ekki greiða hon­um 5.000.000 króna vegna um­ræddra fíkni­efna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert