Mótmælir ósmekklegum ummælum

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég vil mótmæla og furða mig á mjög ósmekklegum ummælum Gylfa Ingvarssonar í samtali við mbl.is í dag þar sem hann kallaði þá sem voru að ferma flutningaskipið slakasta löndunargengi Evrópu. Hið rétta er að það fóru 3.500 tonn af áli í skipið sem eru um það bil 90% af því sem átti að fara í skipið.“

Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, og vísar þar til ummæla Gylfa Ingvarssonar, talsmanns starfsmanna álversins í Straumsvík, um stjórnendur fyrirtækisins sem unnu við að koma áli um borð í flutningaskip í gær og fyrradag.

Frétt mbl.is: Slakasta löndunargengi í Evrópu

„Ég hélt að það væri fyrir neðan virðingu Gylfa Ingvarssonar að freista þess að niðurlægja fólk með ósannindum. Það stóð ekki til hjá okkur að hreykja okkur af þessu enda er það ekkert gleðiefni fyrir stjórnendur fyrirtækisins að vera í þessari stöðu en þeir sinna þó þeirri skyldu sinni að reyna að bjarga verðmætum fyrir fyrirtækið með löglegum hætti,“ segir Ólafur.

„Ég held að Gylfi Ingvarsson ætti frekar að einbeita sér að því að finna leiðir til þess að semja um lausn á þessari kjaradeilu  en að freista þess að niðurlægja fólk með ósannindum sem ætti að vera fyrir neðan hans virðingu.“

Ólafur Teitur Guðnason
Ólafur Teitur Guðnason mbl.is/Sverrir / Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert