Próflaus ökumaður slasaðist

mbl.is/Hjörtur

Bifreið var ekið á ljósastaur á Nýbýlavegi á ellefta tímanum í gærkvöldi og var ökumaðurinn meðvitundarlaus þegar lögreglan kom á vettvang. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann en hann hefur ítrekað verið stöðvaður undir stýri án þess að hafa nokkurn tíma fengið ökuréttindi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn ekki með bílbelti og bifreiðin ótryggð.  Krókur fjarlægði bifreiðina og Orkuveitu tilkynnt um skemmdir á ljósastaurnum.

Frétt mbl.is: Fólksbifreið ekið á staur

Um hálf tvö leytið í nótt stöðvaði lögreglan bifreið á Kringlumýrarbraut við N1. Ökumaðurinn, ung kona, var ölvuð undir stýri og hún er án ökuréttinda þar sem hún hafði áður verið svipt þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert