Stöðvuðu umfangsmikla kannabisrækt

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni umfangsmikla kannabisræktun í umdæminu. Hún var til staðar í íbúð sem hafði sýnilega verið leigð gagngert til þess að framleiða þar kannabisefni, því enginn bjó í henni. Karlmaður og kona voru handtekin á vettvangi og viðurkenndi karlmaðurinn að hafa staðið fyrir ræktuninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Rökstuddur grunur leikur á að þarna hafi farið fram dreifing og sala fíkniefna, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Fengin var dráttarbifreið með gám til að fjarlægja plönturnar og mikið magn tóla og tækja sem notuð höfðu verið við framleiðsluna. Málið telst upplýst.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert