Tveimur sleppt í peningaþvættismáli

Fjórmenningarnir eru grunaðir um aðild að umfangsmiklu peningamisferli.
Fjórmenningarnir eru grunaðir um aðild að umfangsmiklu peningamisferli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gæsluvarðhald sem tveir af þeim fjórum sem grunaðir eru í 50 milljóna króna peningaþvættismáli voru úrskurðaðir í rann út í gær og var þeim sleppt. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir að tekin verði afstaða til þess í dag hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir hinum tveimur.

Fernt var handtekið í tengslum við málið um síðustu helgi, þrír karlmenn og ein kona. Þar á meðal er lögmaður á fimmtugsaldri þegar hann kom til skýrslutöku hjá lögreglu sem verjandi eins þeirra grunuðu. Heildarumfang brotanna er sagt nema ríflega fimmtíu milljónum króna.

Ólafur Þór segir rannsókn málsins enn í fullum gangi og henni miði ágætlega.

Fyrri fréttir mbl.is:

Lögmaður handtekinn í skýrslutöku

Gæsluvarðhald vegna peningamisferlis

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert