Veiðiréttur ekki á sumarbústaðalandi

Veiðiréttur er órjúfanlegur hluti af bújörð.
Veiðiréttur er órjúfanlegur hluti af bújörð. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

„Þetta er auðvitað mikill sigur fyrir umbjóðendur mína. Dómurinn staðfestir endanlega þá meginreglu að það er óheimilt að skilja veiðirétt frá bújörð.“

Þetta segir Guðjón Ármannsson, lögmaður eigenda jarðarinnar Lambhaga í Rangárþingi ytra, í Morgunblaðinu í dag.

Eigendur jarðarinnar Langanesmela höfðuðu mál á hendur eigendum bújarðarinnar Lambhaga til þess að fá viðurkennt að þau ættu veiðirétt fyrir landi jarðar sinnar í Eystri-Rangá. Þegar þáverandi eigandi Lambhaga seldi spilduna út úr jörðinni á árinu 1928 var tiltekið að „öll veiði á landspildunni, bæði til lands og vatns, fylgir með í kaupunum“.

Eigendur Langanesmela vísuðu einnig til þess að þau ættu jörð að straumvatni og ættu því veiðirétt samkvæmt þeirri fornu reglu í íslenskum lögum að eignarhaldi á landi fylgdi réttur til veiði.

Núverandi eigendur Lambhaga mótmæltu kröfunni með vísan til þess að þágildandi löggjöf hefði lagt bann við að skilja veiðirétt frá landareign og hefði orðalagið um veiðirétt í kaupsamningi ekki getað haft gildi. Héraðsdómur taldi að veiðiréttarákvæðið í kaupsamningnum hefði ekki samrýmst þágildandi lögum um takmörkun á aðskilnaði veiðiréttar við landareign og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu í gær.

Dæmi eru um aðra sambærilega samninga sem gerðir hafa verið á árunum 1923 til 2006 en ekki er vitað hversu víða áhrifa dómsins gætir, segir í umfjöllun um mál þetta í blaðinu í dag.

Dómurinn í heild

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert