Kastaði af sér ofan í skúffu

mbl.is/Eggert

Tilkynning barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu skömmu fyrir klukkan sex í morgun frá íbúa í Hafnarfirði sem komið hafði að manni í stofu íbúðar sinnar. Íbúinn hafði vaknað við þrusk og í kjölfarið komið að manninum sem var að kasta af sér vatni ofan í skúffu.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að um erlendan ferðamann hafi verið að ræða sem verið hafi ofurölvi. Maðurinn hefði farið inn í ólæsta íbúðina og ekki getað gert grein fyrir athæfi sínu. Hafi honum í kjölfarið verið ekið upp á hótelið þar sem hann gistir.

Skömmu síðar var karlmaður handtekinn á Hverfisgötu í Reykjavík grunaður um þjófnað á munum úr hótelherbergi. Maðurinn vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert