Lena Dunham lögð inn á sjúkrahús

Leikkonan Lena Dunham þjáist af legslímuflakki.
Leikkonan Lena Dunham þjáist af legslímuflakki. AFP

Leikkonan Lena Dunham, framleiðandi sjónvarpsþáttaraðarinnar „Girls“, hefur verið lögð inn á sjúkrahús og mun gangast undir aðgerð eftir að blaðra á eggjastokkum hennar sprakk.

„Lena Dunham hefur verið mjög opinská með reynslu sína af legslímuflakki. Í morgun varð hún fyrir því að eggjastokksblaðra rofnaði og hefur hún verið flutt á sjúkrahús,“ segir í tilkynningu frá umboðsmanni Dunham sem dreift hefur verið til fjölmiðla.

„Lena mun gangast undir aðgerð á ótilgreindum spítala,“ var svo bætt við.

Legslímuflakk er sársaukafullur sjúkdómur þar sem vefur, sem vanalega er innan á legi konu, vex í stað þess utan á leginu. Blöðrur á eggjastokkum eru algengur fylgikvilli sjúkdómsins.

Dunham sagði á Facebook-síðu sinni hinn 8. febrúar síðastliðinn að hún myndi ekki þiggja boð um viðtöl til að kynna nýjustu seríu Girls-þáttaraðarinnar vegna heilsu sinnar.

„Eins og mörg ykkar vita þá þjáist ég af legslímuflakki, ólæknandi sjúkdómi sem hefur neikvæð áhrif á um það bil eina af hverjum tíu konum,“ skrifaði Dunham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert