Myndmál Skugga Baldurs á sviði

Sindri Ploder, átján ára gamall listamaður með Downs-heilkenni og vott af einhverfu, er einn þeirra listamanna sem eiga heiðurinn að uppsetningu á Skugga Baldri Sjóns í Hafnarhúsinu. Jón Sæmundur og erlent listafólk kemur einnig að verkinu en í bókinni sem fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs er ein aðalpersónan með Downs-heilkenni. 

Leikgerðin er eftir Kamilu Polívková, leikstjóra verksins, og Teru Hof leikara en verkið er sýnt þessa dagana í Hafnarhúsinu og var sýnt í Prag í lok febrúar. mbl.is kom við þegar verið var að undirbúa sýningu í vikunni og ræddi við Teru um verkið.

Hér má finna frekari upplýsingar og sýningartíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert