Sáu hnúfubak með kjaftfylli af loðnu

Ljósmynd/Special Tours

Þessar myndir náðust af hnúfubak á loðnuveiðum fyrir utan Faxaflóa í gær, þegar bátur á vegum hvalaskoðunarfyrirtækisins Special Tours var þar á ferð með tæplega tvö hundruð ferðamenn.

Garðar Þröstur Einarsson leiðsögumaður segir gríðarvel hafa gengið undanfarna daga og að mikið sé um hnúfubak í Faxaflóa.

„Það er hellingur af loðnu í sjónum núna og þeir í áhöfninni náðu þessum fínu myndum af hnúfubak þar sem hann kemur upp með kjaftinn opinn og fullan af loðnu,“ segir Garðar í símtali við mbl.is utan af sjó.

„Við erum einmitt núna með einn stökkvandi fyrir framan okkur. Þetta hefur verið frábært síðustu daga og það er komið fullt af hnúfubak hérna fyrir utan flóann.“

Tvær ferðir eru farnar á dag, sú fyrri klukkan níu og sú síðari klukkan eitt, og segir Garðar að mikil aðsókn sé í ferðirnar. „Það er mjög mikill fjöldi ferðamanna sem sækist í þetta núna.“

Ljósmynd/Special Tours
Ljósmynd/Special Tours
Ljósmynd/Special Tours
Ljósmynd/Special Tours
Ljósmynd/Special Tours
Ljósmynd/Special Tours
Ljósmynd/Special Tours
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert