„Slökktu ekki í ofninum hjá okkur“

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus

Rýma þurfti veitingastaðinn Íslensku flatbökuna í gær þegar upp kom eldur í rafmagnstölfu í byggingu þar sem staðurinn er til húsa. Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Íslensku flatbökunnar, segir að reykur hafi myndast á staðnum og því hafi starfsfólk brugðist rétt við með því að hringja í slökkviliðið.

„Við rýmdum staðinn í 40 mínútur á meðan þeir voru að sinna störfum sínum,“ segir Valgeir en áréttar að rafmagnstaflan þar sem eldsupptökin voru, sé ekki á vegum Íslensku flatbökunnar líkt og greint var frá á mbl.is í gær.

„Öryggisins vegna rýmdum við staðinn á meðan þeir voru að slökkva eldinn. Svo gátum við bara haldið áfram. Þeir slökktu ekki í ofninum hjá okkur,“ segir Valgeir og hlær.

Hann segir viðskiptavinina í gær hafa sýnt þessu mikinn skilning en þeir voru allir leystir út með eftirrétt, „svona vegna óþægindanna,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert