14.303 ferðamenn komið á bráðamóttöku

Komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku LSH á árunum 2001 til ...
Komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku LSH á árunum 2001 til 2014. Úr rannsókn Guðbjargar Pálsdóttur

Álag í heilbrigðisþjónustu hefur aukist samhliða fjölgun ferðamanna á Íslandi. Þetta kom fram í máli ræðumanna á Bráðadeginum sem haldinn var á föstudag

Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir fjölluðu á ráðstefnunni um hjúkrunarþarfir og úrræði erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítalans og kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar.

Dagný sagði fjölda ferðamanna á Íslandi hafa tvöfaldast síðan árið 2010. Áætla megi að samhliða því hafi álag á heilbrigðisstofnanir aukist. Hins vegar skorti rannsóknir á komum erlendra ferðamanna á bráðamóttöku, hjúkrunarþörfum þeirra og úrræðum sem þeim eru valin.

758 ferðamenn á tæpum þremur mánuðum

Rannsókn Helgu og Dagnýjar spannaði tímabilið 21. maí til 31. ágúst árið 2014, en þá um sumarið var ákveðið að bæta við skráningarferli fyrir þá erlendu ferðamenn sem leita á bráðamóttöku Landspítalans. Það ár komu tæplega milljón ferðamenn til landsins, en á rannsóknartímabilinu komu 758 ferðamenn á bráðamóttökuna.

„Rannsókn okkar sýndi að ef tungumálaörðugleikar koma upp þá kemur það oft í hlut hjúkrunarfræðings að ráða fram úr þeim,“ sagði Dagný.

Benti hún í kjölfarið á að rannsóknir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum, hafi sýnt fram á að sjúklingar sem ekki tala ensku séu líklegri til að fá lakari þjónustu. Þá séu þeir líklegri til að gangast undir óþarfa rannsóknir og hljóta skaða af meðferðinni sjálfri.

Þær niðurstöður er líklega hægt að heimfæra að einhverju leyti á heilbrigðiskerfið hér á landi.

Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir kynna niðurstöður sínar.
Helga Þórey Friðriksdóttir og Dagný Lóa Sighvatsdóttir kynna niðurstöður sínar. mbl.is/Golli

Markmiðið að bæta verklag við forvarnir

Guðbjörg Pálsdóttir, sérfræðingur í bráðahjúkrun, fjallaði um komur erlendra ferðamanna á bráðamóttöku Landspítalans á árunum 2001-2014.

Í máli hennar kom fram að erlendum ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað meira en þrefalt frá árinu 2001. Sagði hún að á sama tímabili mætti sjá mikla aukningu í hópi þeirra ferðamanna sem leita á bráðamóttökuna.

Markmið rannsóknar Guðbjargar, sem er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, var að bæta verklag við forvarnir og sértæka heilbrigðisþjónustu ferðamanna, þar sem rannsóknir erlendis hafi gefið vísbendingar um að viðbrögð á ferðamannastöðum geti haft langtímaáhrif á ferðamenn sem lenda í slysum.

Komur erlendra ferðamanna greindar eftir kyni.
Komur erlendra ferðamanna greindar eftir kyni. Úr rannsókn Guðbjargar Pálsdóttur

Vísbendingar um helstu álagstíma

Samtals voru skráðar 14.303 komur ferðamanna á bráðamóttöku á tímabilinu 2001-2014, en á þann hátt flokkast þeir sem ekki hafa íslenska kennitölu og hafa sömuleiðis erlent heimilisfang.

Algengast var að ferðamenn kæmu á bráðamóttökuna á þriðjudögum og laugardögum en mest er álagið jafnan í júlí og ágúst.

Guðbjörg segir niðurstöður rannsóknarinnar geta gefið vísbendingu um helstu álagstíma í heilbrigðisþjónustu tengda erlendum ferðamönnum. Þá segir hún að bæta þurfi verulega skráningu veittrar heilbrigðisþjónustu til erlendra ferðamanna.

Möguleiki sé á að nýta niðurstöðurnar við þróun viðeigandi þjónustu út frá þörfum erlendra ferðamanna og þá sé hægt að skipuleggja markvissar forvarnir út frá greiningu á aðstæðum slysa og veikinda.

Fjölmennt var á ráðstefnunni, sem haldin var í salarkynnum Hótel ...
Fjölmennt var á ráðstefnunni, sem haldin var í salarkynnum Hótel Natura.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokað vegna veðurs

06:47 Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs.  Meira »

Hvassviðri og snjóflóðahætta

05:42 Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu, hvassast norðan- og vestan til, en úrkomumest norðan- og austanlands. Mikil hætta er á snjóflóðum á Austfjörðum. Meira »

Landið keypt á 120 milljónir króna

05:30 Rangárþing eystra er að kaupa jörðina Stórólfshvol af Héraðsnefnd Rangæinga. Kaupverðið er samkvæmt kauptilboði sveitarfélagsins liðlega 121 milljón kr. Meira »

Almennt ánægðir með íslenska lambakjötið

05:30 Nærri helmingur landsmanna, eða 46%, borðar lambakjöt að jafnaði einu sinni í viku eða oftar. Tæp 26% til viðbótar borða lambakjöt 2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4% segjast aldrei borða lambakjöt. Meira »

Tólf flokkar hyggja á framboð

05:30 Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjórum árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokkurinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins. Meira »

Skattarnir aldrei meiri

05:30 Útreikningar Samtaka iðnaðarins (SI) benda til að skatttekjur af íbúa í Reykjavík hafi verið um 700 þúsund krónur árið 2016. Það er um 50 þúsund krónum meira en 2007 sem lengi var metárið. Meira »

Brotist inn á tveimur stöðum

05:10 Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Annað að Bíldshöfða og hitt í Logafold. Bæði málin eru í rannsókn lögreglu. Jafnframt var tilkynnt um manneskju sem var kíkja inn um glugga í Melbæ um miðnætti. Meira »

Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús

05:30 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp viðkomandi svæði. Meira »

Allir farþegar á leið til byggða

Í gær, 23:40 Allir farþegar í tæplega 10 bílum sem voru fastir í Möðrudalsöræfum í kvöld eru á leið til byggða. Björgunarsveitir ferja fólkið til byggða en nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Meira »

Tómas Tómasson er látinn

Í gær, 23:36 Tónlistarmaðurinn Tómas Magnús Tómasson er látinn, 63 ára að aldri. Hann var bassaleikari Stuðmanna, Þursaflokksins og fleiri hljómsveita. Hann fæddist 23. maí 1954. Meira »

Gæti aukið hörku á svörtum markaði

Í gær, 21:45 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag um ráðstafanir vegna fyrirhugaðrar herðingar á eftirliti með ávanabindandi lyfjum. Meira »

Þrjár björgunarsveitir kallaðar út

Í gær, 21:26 Þrjár björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld til að sinna vegfarendum á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Meira »

Lömuð eftir fall í Malaga

Í gær, 21:01 Söfnun er hafin fyrir Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi í Malaga á Spáni eftir að hafa fallið á milli hæða innanhúss. Meira »

Óskaði eftir upplýsingum

Í gær, 20:12 Umboðsmaður Alþingis ritaði bréf til dómsmálaráðherra 8. janúar þar sem hann óskaði eftir upplýsingum vegna skipunar hennar á dómurum í Landsrétti. Þetta gerði hann til að undirbúa sig fyrir fund sem hann var boðaður á hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis 18. janúar. Meira »

Tryggði réttinn á Ísafirði

Í gær, 19:30 Skíðasvæðið á Ísafirði komst óvænt í heimsfréttirnar um helgina þegar Pita Taufatofua, sem var fánaberi Tonga og keppandi í taekwondo á Ólympíuleikunum í Río de Janeiro í Brasilíu 2016, keppti þar í 10 km göngu á fismóti á Ísafirði og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum. Meira »

Skapa hættu og hafa lítinn tilgang

Í gær, 20:40 „Hraðahindranir sem settar eru þannig niður að unnt sé að sneiða hjá þeim hafa lítinn tilgang og skapa jafnvel hættu.“ Svo segir í svari Samgöngustofu við fyrirspurn mbl.is um hraðahindranapúða sem er að finna víða. Þá eru vísbendingar um að þeir valdi skemmdum á fjöðrunarbúnaði bíla. Meira »

Ekki í leikfimi af ótta við myndatökur

Í gær, 20:03 Brynhildur Björnsdóttir og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skoða flókinn veruleika ungs fólks í nýrri mynd.  Meira »

Nýir möguleikar að prenta líffæri

Í gær, 18:39 Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala – háskólasjúkrahúss í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
Sumarhús – Gestahús – Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
 
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ?????...
Úthlutun byggðakvóta
Tilkynningar
Auglýsing Auglýsing vegna úthlutu...