Þarf 5-6 hjólastöðvar í miðbæinn

Um 80-100 hjól og 5-6 hjólastöðvar þarf til að halda ...
Um 80-100 hjól og 5-6 hjólastöðvar þarf til að halda hjólaleigu úti í miðborg Reykjavíkur. AFP

AFA JCDecaux á Íslandi mun taka þátt í forvali Reykjavíkurborgar á rekstri hjólaleigu í borginni. Þetta staðfestir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, og segir fyrirtækið búið að bíða í nokkurn tíma eftir að borgin auglýsi eftir slíkri leigu.

„Ég tel að það þurfi svona 80-100 reiðhjól og 5-6 stöðvar í kringum miðbæinn til að koma þessu af stað,“ segir Einar. „Ég sá að borgarstjóri talaði mikið um miðbæinn og ég tel að það væri fínt sem fyrsti fasi og svo væri hægt að stækka þetta eftir þörfum.“ Alþjóðafyrirtækið AFA JCDecaux rekur hjólaleigur í um 170 löndum og bendir Einar á að bara í París séu til að mynda 23.600 hjól á 1.800 hjólastöðvum.

Einar telur raunhæft að halda úti hjólaleigu í Reykjavík 7-8 mánuði á ári. Dýrt er hins vegar að koma slíkri hjólaleigu af stað og er fyrirtækið nú að skoða hvaða reiðhjól kunni að henta. „ Við myndum ekki nota sömu hjól og í París, því þau eru bara of dýr.“ Hjólin í París kosta að hans sögn í kringum eina milljón króna ásamt standinum. „Við erum núna að skoða reiðhjól í Danmörku, sem eru svipuð þeim sem eru notuð í Árósum. Þau eru ódýrari, en eru samt vönduð og eiga að þola vel íslenskar aðstæður.“

Fyrir heimamenn eða ferðalanga?

Einar segir að erlendis sé hjólaleigan almennt byggð upp í kringum almenningssamgöngur. „Þeir sem t.d. vilja taka strætó eða lestina í vinnuna geta þá leigt hjól í nágrenni stoppistöðvar og hjólað svo síðasta spölinn í vinnuna.“

 Misjafnt sé hins vegar hvort hjólaleigurnar séu ætlaðar heimamönnum eða ferðalöngum og slíkt þurfi að liggja fyrir áður en leigan er sett upp. Dæmi um báðar leiðir er að finna hjá AFA JCDecaux. Önnur leiðin gerir ráð fyrir að hægt sé að taka hjólið og skila á sitthvorri stöðinni, en hin gerir ráð fyrir að hvert hjól eigi sinn eigin stand. „Það er misjafnt eftir löndum hvort þetta er ætlað túristum eða heimamönnum og það fer bara eftir þarfagreiningu í hverri borg.“ Sumar borgir bjóði hins vegar upp á báðar gerðir. „Í Danmörku, að mig minnir í Árósum, þá má til að mynda finna báðar tegundir.“

Mismikið utanumhald er með stöðvunum eftir því hvor útgáfan verður fyrir valinu, en greiðslukerfið á þó að vera sjálfvirkt í báðum tilfellum. „Það þarf minna eftirlit með þeim stöðvum þar sem hjólinu er skilað á sama stað.  En ef það á að vera hægt að taka hjól og skila á sitthvorri leigunni þá þarf að fylgjast vel með fjölda hjóla á hverjum stað – hvort þau séu of mörg eða of fá.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

Víkurskarð er lokað

Í gær, 19:34 Vegurinn um Víkurskarð er enn lokaður eftir að flutningabíll þveraði veginn fyrr í dag. Unnið er að opnun vegarins að nýju og fastlega er reiknað með að hann verði opnaður í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Borðstofuborð ásamt sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu til sölu
Tilboð óskast í borðstofuborð með sex stólum frá Öndvegi / Heimahúsinu. Borðið e...
Sundföt
...
 
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...