Þungt haldinn eftir hnífstungu

Frá bráðamóttöku Landspítala.
Frá bráðamóttöku Landspítala. mbl.is/Styrmir Kári

Karlmaður er þungt haldinn eftir að hafa verið stunginn með hnífi utan við stúdentagarðana á Sæmundargötu um klukkan eitt í nótt. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er honum haldið sofandi í öndunarvél.

Sjón­ar­vott­ur tjáði mbl.is í morgun að hann hefði séð tvo menn tak­ast á fyr­ir utan stúd­entag­arða við Sæ­mund­ar­götu áður en lög­regla mætti á vett­vang og að svo hefði virst sem mikið blæddi úr baki ann­ars þeirra.

Ger­and­inn var hand­tek­inn nokkru síðar og vistaður í fanga­klefa vegna rann­sókn­ar máls.

Sjá fréttir mbl.is: 

Alvarleg hnífaárás við stúdentagarða

„Heyrðu strák­ur, það blæðir mjög mikið úr þér“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert