„Vona að menn fari að hittast“

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég vona að menn fari nú að hittast og ræða málin og ná kjarasamningi,“ segir Kolbeinn Gunnarsson, formaður verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði, í samtali við mbl.is spurður um stöðuna í kjaradeilunni í álverinu í Straumsvík. Aðspurður segist hann ekki vita til þess að neinir fundir séu fyrirhugaðir í deilunni og staðan þannig óbreytt frá því fyrir helgi.

Kolbeinn segist gera ráð fyrir að flutningaskip leggist að bryggju við álverið annað hvort á morgun eða á þriðjudagmorguninn og að stjórnendur Rio Tinto Alcan á Íslandi gangi á í störf hafnarverkamanna við að ferma skipið af áli eins og þeir hafa gert undanfarnar tvær vikur. Verkfallsverðir muni að sama skapi fylgjast með eins og fyrri daginn.

„Það er náttúrulega ekki neinn að græða á því að láta þetta hanga svona,“ segir Kolbeinn. „Þannig að ég ætla nú að vona að menn fari nú að spýta í lófana. Það hlýtur að fara að hafa áhrif á þá þegar það verða tafir á afhendingu og öðru.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert