Ekki sendir úr landi í nótt

Ahmad Aldzasem Ibrahim og Wajden S. Rmmo
Ahmad Aldzasem Ibrahim og Wajden S. Rmmo Stundin/Áslaug Karen Jóhannsdóttir

Ahmad Aldza­sem Ibra­him og Wajd­en S. Rmmo verða ekki sendir úr landi á morgun líkt og til stóð, en senda átti mennina aftur til Búlgaríu eftir að Útlendingastofnun synjaði þeim um hæli hér á landi.

„Þeir verða ekki fluttir af landi brott í nótt eða í fyrramálið. En ég veit ekki hversu lengi þetta varir,“ segir Helga Vala Helgadóttir lögmaður í samtali við mbl.is í kvöld, en Toma Toshiki, prestur innflytjenda, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Spurð hvers vegna mennirnir verða ekki sendir úr landi í nótt eða á morgun svarar Helga Vala: „Við óskuðum eftir frestun réttaráhrifa þessarar ákvörðunar og kærunefndin hefur ekki tekið afstöðu til þeirrar kröfu,“ en bíða verður með endursendinguna þar til afstaðan liggur fyrir.

Fyrri frétt mbl.is:

„Ekki like-a þennan status“

Kæru vinir!! Ég var núna að frétta þetta en brottvísun flóttamanna frá Sýrlandi, Ahmad Ibrahim og Wajde Drbasea, hefur...

Posted by Toma Toshiki on Monday, March 7, 2016
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert