Íbúar flýja að heiman vegna reyksins

Mikil reykmengun er í miðbænum vegna eldsvoðans á Grettisgötu.
Mikil reykmengun er í miðbænum vegna eldsvoðans á Grettisgötu. Ljósmynd/Friðrik Boði Ólafsson

Einhverjir íbúar Grettisgötu hafa ákveðið að flýja heimili sín vegna eldsvoðans í verkstæði að Grettisgötu 87. Einn þeirra er Sighvatur Ómar Kristinsson, en hann segir fjölskylduna hafa ákveðið að finna sér annan svefnstað í nótt.

„Við erum með lítil börn og svona. Það er reykur inni í íbúðinni,“ segir Sighvatur og bætir við að þar sem eldurinn hafi komið upp á verkstæði sé ómögulegt að segja til um hvaða efni fylgi með reyknum. 

Frétt mbl.is: Mikill eldur á Grettisgötu.

„Maður veit ekkert hvernig reykurinn er. Það er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig,“ segir Sighvatur. Spurður hvort hann viti til þess að fleiri íbúar ætli að flýja heimili sín vegna reykmengunar kveður hann já við og að hann viti til þess að einn nágranni sinn hafi einnig flúið íbúð sína sem var „full af reyk“ en sá á níu mánaða gamla dóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert