„Þyrfti að byrja aftur á núlli“

Halldór Ragnarsson og Helga Lilja Magnúsdóttir í galleríinu að Grettisgötu …
Halldór Ragnarsson og Helga Lilja Magnúsdóttir í galleríinu að Grettisgötu 87. Eggert Jóhannesson

„Ég er ennþá í sjokki, það sem fer í gegnum hausinn á manni er bara einhver óreiða. Ég vona bara það besta, maður verður alltaf að gera það,” segir Halldór Ragnarsson, myndlistarmaður en fjöldi listaverka eftir hann eru í stúdíói að Grettisgötu 87 auk tækja og verkfæra sem tengjast myndlistinni.

Upp kom mikill eldur fyrr í kvöld í austurenda hússins, en stúdíóið er yst í vesturenda hússins. Því heldur hann í þá von um að skemmdirnar verði ekki of miklar. Þó sé það næsta víst að í besta falli verði einhverjar reykskemmdir. Halldór segist hafa kannað aðstæður fyrr í kvöld en ekki séð nákvæmlega hvað væri í gangi. Hann býst ekki við því að fá neinar upplýsingar um stöðuna fyrr en í nótt eða fyrramálið.

„Ef slökkvilið er að fara að sprauta þarna, þá er allt mitt drasl ónýtt. Tölvur og öll gögn sem ég hef gert í myndlist,” segir Halldór.

Að sögn Halldórs er um að ræða gögn sem tengjast myndlistarferli hans síðustu 15 árin; flakkarar, tölvur, verkfæri fyrir hundruðir þúsunda og öll verk síðustu tveggja til þriggja ára. „Ég þyrfti að byrja aftur á núlli,” segir hann.

Vísir greindi fyrst frá.

Frá eldsvoðanum á Grettisgötu.
Frá eldsvoðanum á Grettisgötu. mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert