Ákvæði sakamálalaga breytt í samræmi við stjórnarskrá

Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að beita því ákvæði sakamálalaga …
Hæstiréttur úrskurðaði að óheimilt væri að beita því ákvæði sakamálalaga gerði endurupptökuefnd kleift að fella úr gildi fyrri dóm. mbl.is/Brynjar Gauti

Innanríkisráðherra hyggst breyta ákvæði sakamálalaga sem kveður á um ákvörðun endurupptökunefndar svo það samræmist stjórnarskrá.

Ákvörðunina tekur ráðherra í framhaldi af dómi sem Hæstiréttur kvað upp í febrúar sl., en rétturinn komst þá að þeirri niðurstöðu að óheimilt væri að beita því ákvæði sakamálalaga sem kveður á um að ákvörðun endurupptökuefndar um endurupptöku dómsmáls felli úr gildi fyrri dóm. 

Í svari frá Innanríkisráðuneytinu kemur frá að ráðuneytið telji niðurstöðu Hæstaréttar ekki hafa áhrif á þau mál sem til meðferðar eru hjá endurupptökunefnd. „Nefndin getur ákveðið að dómur haldi gildi sínu þar til nýr er kveðinn upp,“ segir í svari ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert