Viðbragðsteymi RKÍ kallað út

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Birna Halldórsdóttir, sem er á bakvakt hjá Rauða krossi Íslands, segir það ekki enn komið í ljós hvort og þá hversu margir íbúar í nágrenni við Grettisgötu þurfa á gistingu að halda í nótt. Fjögurra manna viðbragðsteymi Rauða kross Íslands var kallað út vegna brunans á Grettisgötu í kvöld.

Hún segir að hlutverk viðbragðshópsins vera að aðstoða fólk sem yfirgefa þurfi heimili sín. Meðal úrræða viðbragðshópsins er að taka á móti því fólki sem er tímabundið heimilislaust í strætisvagni sem fylgir alltaf með þegar bruni verður. 

„Við aðstoðum þá sem eru ekki slasaðir en þurfa á aðstoð að halda,“ segir Birna en bætir við að ekki hafi þurft að kalla út áfallateymi Rauða krossins í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert