Flugstöð í Reykjavík í biðstöðu

Málefni flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli er í lausu lofti vegna óvissu …
Málefni flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli er í lausu lofti vegna óvissu um framtíð vallarins. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, segir að eftir að deiliskipulag flugvallarsvæðis Reykjavíkurflugvallar var fellt úr gildi í haust séu málefni nýrrar flugstöðvar á vellinum í biðstöðu.

„Samkvæmt deiliskipulaginu sem samþykkt var í júní 2014 var gert ráð fyrir byggingu nýrrar flugstöðvar á Reykjavíkurflugvelli upp á 3.500 fermetra á sama stað og núverandi flugstöð er. Það deiliskipulag var fellt úr gildi í haust og er aftur komið í auglýsingu,“ segir Árni í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að ákvörðun um byggingu nýrrar flugstöðvar ráðist af því hvernig framtíð Reykjavíkurflugvallar verði. „Sú staða er svolítið í uppnámi núna, þannig að það væri ansi bratt að fara að leggja í mikla fjárfestingu í nýrri flugstöð, ef flugvöllurinn á ekki að vera hér til lengri tíma,“ sagði Árni Gunnarsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert