„Mikill missir að þessu húsi“

Auk verkstæða og líkamsræktarstöðvar fór ýmisleg menningartengd starfsemi fram í iðnaðarhúsnæðinu að Grettisgötu 87 sem brann í nótt. Haukur Valdimar Pálsson sem býr í næsta húsi segir mikinn missi í húsnæðinu en hann gerði meðal annars heimildamynd um líkamsræktarstöðina Steve Gym.

Mikinn reyk lagði frá brunanum í nótt og gripu margir íbúar í nágreninu á það ráð að yfirgefa heimili sín, þar á meðal Haukur sem býr í næsta húsi við Grettisgötu 87. Hann gerði heimildamyndina „Hrikalegir“ um líkamsræktarstöðina sem hefur verið í öðrum enda hússins undanfarin tuttugu ár.

„Það er ekki mikið eftir af þessu núna. Kannski einhver lóð, ég veit það ekki,“ segir Haukur.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni „Hrikalegir“ sem var frumsýnd í fyrra.

Hrikalegir trailer from Edisons Lifandi Ljosmyndir on Vimeo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert