„Nöfnin voru ekki á listanum“

Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og Katrín …
Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi og Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, á bryggjunni í Straumsvík. mbl.is/Golli

Kolbeinn Gunnarsson, formaður Verkalýðsfélagins Hlífar, er óánægður með að Rio Tinto Alcan á Íslandi hafi fengið að fjölga þeim stjórnendum sem mega sinna útskipun á áli í Straumsvík úr 15 í 19.

„Við vorum algjörlega á móti þessu. Nöfnin voru ekki á listanum sem þeir sendu út á sínum tíma. Okkur fannst þetta óeðlilegt að það væri verið að bæta þeim inn eftir á. En við verðum að hlíta úrskurði sýslumanns,“ segir Kolbeinn og bætir við að lögmenn félagsins séu með málið í skoðun.

Upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi sagðist í samtali við mbl.is hafa áhyggjur af versnandi veðri vegna lestunar skipsins. „Við skulum vona að þau kunni til verka þó að það rigni,“ segir Kolbeinn. „Það hefur fylgt því í gegnum tíðina að menn hafa þurft að vinna þótt það hafi verið ýmiskonar veðrátta.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert