Ræða við vitni að árásinni

Árásin var framin við stúdentagarðana við Sæmundargötu.
Árásin var framin við stúdentagarðana við Sæmundargötu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið annan mann í bakið aðfaranótt sunnudags rennur út á morgun. Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður tekin ákvörðun í dag um hvort það verður framlengt. Hann segir að rannsókn málsins sé enn í fullum gangi en enn á eftir að yfirheyra vitni sem talin eru geta veitt upplýsingar. Einhver vitni voru að hluta af árásinni að sögn Árna.

Árni gat ekki tjáð sig um hvort hinn grunaði hefði játað sök.

Ekki hafa fengist upplýsingar frá Landspítalanum í dag um líðan mannsins en í gær var sagt frá því að hann væri enn þungt haldinn og í öndunarvél.

Uppfært klukkan 9:25

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er ástand mannsins óbreytt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert