Rigning eða slydda fyrir hádegi

Eftir hádegi breytist veður í sunnan og suðvestan átt með …
Eftir hádegi breytist veður í sunnan og suðvestan átt með 5-10 metrum á sekúndu og skúrum og éljum en hægara og úrkomulítið verður með kvöldinu. mbl.is/Ómar

Fyrir hádegi í dag er spáð austan og suðaustan átt á landinu með 8-13 metrum á sekúndu með rigningu eða slyddu á köflum. Eftir hádegi breytist veður í sunnan og suðvestan átt með 5-10 metrum á sekúndu og skúrum og éljum en hægara og úrkomulítið verður með kvöldinu.  

Á morgun verður hæg austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið en suðaustan átt með 13-18 metrum á sekúndu og slyddu eða rigningu S- og V-lands um kvöldið. Hiti er á bilinu 0 til 5 stig, en víða vægt frost í kvöld og nótt.

Sjá veðurvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert