Ferðafólki boðið lambakjöt

Kynna þarf lambasteikina sérstaklega fyrir útlendingum.
Kynna þarf lambasteikina sérstaklega fyrir útlendingum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Fyrsta kastið snýr þetta að erlendum ferðamönnum á Íslandi. Við teljum að gríðarleg sóknarfæri séu með mikilli fjölgun ferðamanna hingað til lands.“

Þetta segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindaköts, um markaðsátak fyrir kindakjöt og aðrar sauðfjárafurðir, sem hafið er. Nú þegar hafa 48 veitingastaðir og verslanir hafið samstarf við Markaðsráðið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nýjasti og jafnframt stærsti samningurinn sem Markaðsráðið hefur gert er við Icelandair Hotels. Íslenskt lambakjöt verður sett í öndvegi á öllum veitingastöðum fyrirtækisins. Lambakjöti verður gert sérstaklega hátt undir höfði á níu veitingastöðum Icelandair Hotels og á ellefu veitingastöðum Edduhótelanna í sumar. Verða mismunandi lambakjötsréttir á hverjum stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert