Ódýrar eftirlíkingar af nýja landsliðsbúningnum seldar í kínverskum netverslunum

Fá má eftirlíkingar af EM-treyjunni á netinu.
Fá má eftirlíkingar af EM-treyjunni á netinu. mbl.is/Skapti Hallgrimsson

Fá má nýju landsliðstreyjuna í knattspyrnu, sem kynnt var í síðustu viku, í kínversku netversluninni Ali Express.

Þar kostar treyjan 1.500 til 2.700 krónur, sem er talsvert lægra verð en hún er seld á hér á landi þar sem hún kostar um 12.000 krónur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Auðvitað munum við skoða hvaða leiðir eru færar fyrir okkur í þessum efnum. En við hvetjum fólk til að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda og kaupa ósvikna vöru frekar en eftirlíkingar,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, um málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert