Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. mbl.is/Golli

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli rannsóknahagsmuna. Var hann handtekinn í gær í tengslum við eldsvoðann á Grettisgötu 87 síðastliðið mánudagskvöld.

Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

Aðspurður segir hann lögreglumenn hafa þekkt manninn þegar farið var yfir upptökur úr öryggismyndavélum í nágrenninu.

Tækni­deild lög­reglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rann­sókn á vett­vangi í dag og hef­ur af­hent vá­trygg­inga­fé­lög­um vett­vang­inn. Verið er að vinna úr gögn­um sem safnað var í morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert