Vill endurskoða fyrirkomulag áfengissölu

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. mbl.is/Ómar

Samkeppniseftirlitið er fylgjandi því að núgildandi fyrirkomulag við sölu áfengis verði endurskoðað. Þetta kemur fram í umsögn stofnunarinnar um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak sem miðar að því að afnema einkasölu ríkisins á áfengi.

„Með frumvarpinu er lagt til að aflétta einokun á sölu áfengra drykkja á Íslandi og færa smásölu þess til einkaaðila. Þar af leiðandi myndu almenn lögmál á samkeppnismörkuðum gilda um smásöluna og neytendur öðluðust frelsi til þess að beina viðskiptum sínum að fleirum en einum aðila,“ segir ennfremur í umsögn Samkeppniseftirlitsins. 

Fram kemur að Samkeppnisstofnun sé ljóst mikilvægi þess „að löggjafinn leitist við að vernda samfélagið og einstaklinga frá þeirri vá sem neysla áfengis getur haft í för með sér. Til þess á hins vegar að velja þær aðferðir sem skerða frjálsa samkeppni sem minnst. Draga verður í efa að löggjafinn hafi lagt núgildandi lög á þann mælistokk.“ 

Þurfi að setja samkeppni skorður vegna almannahagsmuna beri að velja þá leið sem síst sé til þess fallin að hindra samkeppni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert