Dekkjakurl fjarlægt í Hafnarfirði

Gert er ráð fyrir því að dekkjakurlið á hafnfirskum sparkvöllum …
Gert er ráð fyrir því að dekkjakurlið á hafnfirskum sparkvöllum verði horfið í haust. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur samþykkt að gúmmíkurli verði skipt út á sparkvöllum við grunnskóla bæjarins, samtals átta völlum.

Framkvæmdin verður í sumar og er gert ráð fyrir því að allt kurlið verðið farið af völlunum í haust. Áætlaður kostnaður er talinn vera í kringum 15 milljónir króna.

„Þótt ekki sé vísindalega staðfest að kurl valdi heilsutjóni þá þykir rík ástæða til að láta alla þá sem nota vellina í frístundum, íþróttum og tómstundum njóta vafans,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ.

Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að skipta út dekkjakurlinu.
Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að skipta út dekkjakurlinu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þar kemur fram að gúmmíkurl á íþróttasvæðum FH og Hauka uppfylli gildandi gæðakröfur. Hafnarfjarðarbær rekur sparkvellina átta, svokallaða KSÍ velli, við alla grunnskóla bæjarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina