Iðnaður gæti farið úr landi

Háir verndartollar á mjólkurduft, egg og smjör koma hart niður …
Háir verndartollar á mjólkurduft, egg og smjör koma hart niður á innlendri framleiðslu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vegna versnandi samkeppnisstöðu gætu mörg íslensk matvælafyrirtæki neyðst til að flytja framleiðslu sína úr landi á næstu árum.

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir samkeppnisstöðuna hafa veikst mikið á síðustu mánuðum.

Háir verndartollar á mjólkurduft, egg og smjör séu dæmi um tolla sem komi hart niður á innlendri framleiðslu á ís, kökum og öðrum matvörum. Á sama tíma hafi tollar á innfluttar vörur í sömu flokkum verið lækkaðir mikið, í kjölfar samnings Íslands og ESB um tolla á matvörur í haust. Þessi þróun veiki samkeppnisstöðuna hjá sælgætisframleiðendum, ísgerðum, bakaríum og fleiri matvælaframleiðendum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert