Ók á 139 km/klst við Ikea

mbl.is/Júlíus

Lögreglan stöðvaði bifreið á Reykjanesbraut við Ikea eftir að hún var mæld á 139 km/klst skömmu fyrir kvöldmat í gær. Hámarkshraði er 80 km/klst á þessum stað. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð þar sem varðstjóri svipti hann ökuréttindum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Um hálftvö í nótt stöðvaði lögreglan akstur bifreiðar á Sæbraut við Holtagarða en talið var að ökumaðurinn væri undir áhrifum áfengis. Kalla þurfti hjúkrunarfræðing út til þess að koma á lögreglustöð til að taka blóðsýni úr ökumanninum en hann vildi ekki gefa öndunar- né þvagsýni. Hann var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert