Salvör liggur enn undir feldi

Salvör Nordal.
Salvör Nordal. mbl.is/Árni Sæberg

Sal­vör Nor­dal, for­stöðumaður Siðfræðistofn­un­ar, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún býður sig fram til forseta.

Hópur fólks skoraði á Salvöru hinn 25. febrúar síðastliðinn með fréttatilkynningu og í kjölfarið sagðist Salvör myndu hugsa málið.

Síðan eru liðnar tvær vikur en Salvör kveðst enn liggja undir feldi, enda sé ákvörðunin stór og segist hún raunar vera að einbeita sér að öðru þessa stundina.

„Ég er ekkert komin með neitt plan,“ segir hún, aðspurð hvort hún hafi sett sér einhver tímamörk hvað ákvörðunina varðar. „Ég er bara að sinna öðrum verkefnum þessa dagana. Ég er að fara að halda erindi á Hugvísindaþingi svo það er það sem ég er að hugsa um núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert