Manninum sleppt eftir skýrslutöku

Húsið að Grettisgötu 87 brennur.
Húsið að Grettisgötu 87 brennur. mbl.is/Golli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði í gær tali af öðrum manni sem hún leitaði að í tengslum við eldsvoðann á Grettisgötu 87. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku en annar maður situr í gæsluvarðhaldi. Rannsókn beinist að því hvort að um sömu menn sé að ræða og sáust á eftirlitsmyndavél.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, staðfestir að lögregla hafi rætt við seinni manninn í gær en hann hafi ekki verið handtekinn. Ekki hafi verið staðfest að um sömu menn sé að ræða og sáust yfirgefa iðnaðarhúsnæðið sem brann á mánudagskvöld á upptöku eftirlitsmyndavélar.

Hann segir rannsókn á vettvangi lokið og að tryggingafélaginu hafi verið afhent ábyrgð á húsinu. Búið sé að taka sýni og senda í rannsókn. Frekari frétta af rannsókninni sé ekki að vænta næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert