Guðrún Nordal íhugar framboð

Guðrún Nordal
Guðrún Nordal

Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, mun samkvæmt heimildum Morgunblaðsins svara því fyrir lok næstu viku hvort hún verður í framboði við forsetakjör í sumar. Margir hafa að undanförnu hvatt hana til að gefa kost á sér og hefur hún verið að hugsa málið.

Guðrún, sem er 55 ára, hefur verið prófessor við íslenskudeild Háskóla Íslands frá 2005 og forstöðumaður Árnastofnunar frá 2009. Hún er gift Ögmundi Skarphéðinssyni arkitekt og eiga þau eina dóttur. Ekki náðist í Guðrúnu í gær, en hún er stödd í Berlín.

Þess má geta að Salvör Nordal, systir Guðrúnar, hefur einnig verið orðuð við forsetaframboð og hefur hún í samtölum við fjölmiðla sagst liggja undir feldi að hugsa málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert