Spáð hörku vetrarveðri

Vindaspá fyrir morgundaginn klukkan 14:00.
Vindaspá fyrir morgundaginn klukkan 14:00. Mynd/Veðurstofa Íslands

Spár gera nú ráð fyrir suðaustan hvassviðri eða stormi í nótt, talsverðri rigningu og hláku en um hádegi á morgun snýst aftur í suðvestan storm með slydduéljum og síðar éljum.

„Þetta hefst hér sunnanlands og færist svo norður yfir land. Verst verður veðrið á norðvestanverðu landinu seinni partinn á morgun,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is og heldur áfram: „Þetta verður því rok og ofsaveður sums staðar á norðvesturlandi - bara hörku vetrarveður.“

Átökin halda svo áfram fram á sunnudag þegar hlýnar með miklu hvassviðri. „Þá verður asahláka og allt fer í gang af alvöru,“ segir Haraldur.

Er því vissara að fylgjast með niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir um helgina svo minnka megi líkur á vatnstjóni.

Nánar má fylgjast með veðurspá á veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert