Veltuaukningin er langt undir fjölgun ferðamanna

Ferðamenn klæða sig í samræmi við aðstæður í miðborg Reykjavíkur.
Ferðamenn klæða sig í samræmi við aðstæður í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Veltan af rekstri gististaða jókst um 16,5% milli 2014 og 2015 og velta í veitingasölu um tæp 14%.

Þessi aukning er langt undir fjölgun erlendra ferðamanna. Til dæmis áætlar Ferðamálastofa að um 1.289 þúsund ferðamenn hafi komið til landsins í fyrra, eða rúmlega 29% fleiri en 2014.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag er fjallað um hvernig veltan hefur þróast í tólf atvinnugreinum frá árinu 2008. Tölurnar eru færðar yfir á verðlag í árslok 2015 og leiðir samanburður m.a. í ljós að byggingargeirinn er mun umfangsminni en árið 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert