Jakkafötin verða sérsaumuð á íslenska landsliðið

Klara Bjartmarz afhenti Vilhjálmi Svan Vilhjálmssyni, verslunarstjóra landsliðstreyju.
Klara Bjartmarz afhenti Vilhjálmi Svan Vilhjálmssyni, verslunarstjóra landsliðstreyju.

KSÍ hefur gert samning við Herragarðinn um að verslunin útvegi íslenska landsliðinu í knattspyrnu og fylgiliði þess sérsaumuð jakkaföt á Evrópumótið í fótbolta.

Landsliðið mun klæðast dökkbláum jakkafötum og hvítri skyrtu með rauðleitt bindi fyrir leiki í keppninni og við sérstök tækifæri.

Samkomulagið gildir frá undirritun til loka árs 2017, með möguleika á framlengingu, að því er fram kemur í umfjöllun um skraddarasaum þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert