Stormur og rok í dag

Vindaspáin klukkan 12 á hádegi í dag.
Vindaspáin klukkan 12 á hádegi í dag. Mynd/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands varar í dag við stormi og roki í dag, fyrst Sunnanlands. Er vaxandi suðlæg átt með 18-28 metrum á sekúndu um og eftir hádegi.

Fyrst um sinn verður rigning eða slydda en síðan gæti hafist éljagangur. Í kvöld og í nótt á svo að lægja, fyrst sunnanlands. Hitinn verður á bilinu 0-5 stig samkvæmt spám Veðurstofunnar. 

Á morgun á svo að hvessa aftur með talsverðri rigningu á Suður- og Vesturlandi. Verður svo hlýnandi veður og má búast við asahláku. 

Á mánudag og þriðjudag er áfram útlit fyrir sunnanátt með rigningu sunnan- og vestanlands og mildu veðri. 

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að hálkublettir séu á Hellisbeiði og Mosfellsheiði. Þá er þæfingur á Lyngdalsheiði og í Efri Grafningi. Vegir eru þó víðast auðir á Suðurlandi. 

Á láglendi við Faxaflóa og á Snæfellsnesi eru vegir að miklu leyti auðir en færðin verri á fjallvegum. Flughált er á Holtavörðuheiði, snjóþekja á Bröttubrekku, hálkublettir á Vatnaleið en Fróðárheiði er ófær.

Hálka, krapi og snjóþekja er víða við Breiðafjörð og á Vestfjörðum og sums staðar snjókoma eða él. Kleifaheiði er þungfær og þar er hvassviðri. Þæfingsfærð er bæði á Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði.

Sjá veðurvef mbl.is.

Veðurspáin klukkan 12 á hádegi í dag.
Veðurspáin klukkan 12 á hádegi í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert