Laus bátur og fjúkandi þak

Björgunarsveitir hafa verið að störfum á Vestfjörðum í kvöld vegna óveðursins sem gengur nú yfir landið. Bátur losnaði við höfnina og eru björgunarmenn að störfum við að festa bátinn.

Þá fauk þak af fjárhúsi í Bolungarvík en fjárhúsið var fullt af sauðfé þegar það gerðist. Að auki hefur björgunarsveitin þurft að aðstoða við ýmis smáverkefni, til dæmis fjúkandi skjólvegg. 

Að sögn Halldórs Óla Hjálmarssonar í svæðisstjórn Landsbjargar voru björgunarsveitarmenn búnir að setja sig í gírinn fyrir óveðrið og hafa störfin gengið vel hingað til. 

Um tugi beiðna um aðstoð hafa borist björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Alls hafa um 100 björgunarmenn tekið þátt í aðgerðum í dag samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert