Malbik flettist af veginum

Vindaspáin klukkan 23 í kvöld.
Vindaspáin klukkan 23 í kvöld. Mynd/Veðurstofa Íslands

Óveðrið er nú að skella á af fullum krafti á Norðurlandi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur meðal annars fram að mikið vatn flæðir yfir veg 823 við Hrafnagil í Eyjafirði og telst hann ekki fær minni fólksbifreiðum. Þá er malbik að flettast af veginum við Kolgrafarbrú á Snæfellsnesi.

Sjá frétt mbl.is: Spáð ofsaveðri í kvöld

Víða á Vesturlandi, Snæfellsnesi, Norðurlandi og á Mývatni er mikið óveður og hálkublettir og krapi. 

Sjá frétt mbl.is: Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði

Undir Hafnarfjalli eru kviður að mælast um 40-50 metrar á sekúndu og er á Norðurlandi spáð meðalvindi um 30 metra á sekúndu. Er spáð að óveðrið gangi ekki niður fyrr en þegar líða fer á nóttina.

Á morgun er spáð minnkandi suðvestanátt með 8-15 metra á sekúndu. Dálítilli rigningu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi en bjartviðri norðaustantil. Hiti verður á bilinu 1-8 stig, kaldast vestantil.

Sjá frétt mbl.is: Laus bátur og fjúkandi þak

Á þriðjudag og miðvikudag er spáð sunnan 8-13 metra á sekúndu og súld eða lítilli rigningu á Suður- og Vesturlandi en léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi með hita á bilinu 2-8 stig.

Á fimmtudag verður hæg suðlæg átt og bjart veður en skýjað á köflum vestanlands. Hitinn á bilinu 2-8 stig.

Á föstudag verður suðlæg átt og bjart veður en skýjað og súld með köflum suðvestan- og vestantil. Hiti breytist lítið.

Næstu helgi er svo spáð suðvestanátt, dálítilli vætu og mildu veðri en þurrt suðaustantil og á Austurlandi.

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert