Bið eftir nýjum spítala yrði enn lengri

Bygging landspítalans þolir enga frekari bið, segir Jóhannes M. Gunnarsson.
Bygging landspítalans þolir enga frekari bið, segir Jóhannes M. Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhannes M. Gunnarsson, læknir og læknisfræðilegur verkstjóri um byggingu Landspítala, segir yfirlýsingar síðustu daga um byggingu nýs Landspítala á Vífilsstöðum, engu breyta um byggingu Landspítala við Hringbraut.

Að sögn Jóhannesar þolir bygging spítalans enga frekari bið, ekki sé rúm fyrir nýja staðarvalsgreiningu.

„Það er náttúrulega algjör katastrófa að hugsa sér það. Allur undirbúningur, ákvarðanataka og ný hönnun tekur tíma. Ef menn ætla að bíða eftir annarri byggingu, þá erum við að tala um átta til tíu ár. Að óbreyttu er ekki möguleiki fyrir spítalastarfsemina að lifa þann tíma af,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert