Klofnir í afstöðu til tillagna

Tillögurnar mæta andstöðu hjá Samfylkingunni, svo sem fram kom á …
Tillögurnar mæta andstöðu hjá Samfylkingunni, svo sem fram kom á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina. mbl.is/Golli

Stjórnarandstöðuflokkarnir eru klofnir í afstöðu sinni til tillagna stjórnarskrárnefndar.

Björt framtíð og Vinstri grænir hyggjast að öllum líkindum styðja þinglega meðferð málsins þannig að þjóðin fái að segja síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu, að því er fram kemur í ufmjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Píratar hafa fellt tillögur nefndarinnar í rafrænni kosningu og hyggst þingflokkur þeirra ekki styðja þinglega meðferð málsins. Innan herbúða Samfylkingarinnar gætir óánægju með tillögurnar og létu fundarmenn á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar á laugardag hana í ljós. Þingmenn Samfylkingar hafa því ekki tekið afstöðu til þess hvort þeir muni styðja málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert