Mikið vatn flæðir yfir veginn við Hrafnagil

Vegurinn er við Eyjafjörð.
Vegurinn er við Eyjafjörð. mynd/Vegagerðin

Mikið vatn flæðir yfir veg númer 823 við Hrafnagil í Eyjafirði og telst hann ekki fær minni fólksbifreiðum að sögn Vegagerðarinnar.

Þá er vegur 711 við Hindsvík á Vatnsnesi  lokaður vegna vatnaskemmda fram eftir degi.

Vegir eru annars greiðfærir um mest allt land.

Á Vesturlandi er hálka á Fróðárheiði og óveður á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og á Hálfdán en hálkublettir á öðrum fjallvegum. Mjög hvasst er en á fjallvegum á Vestfjörðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert