Lenti í Keflavík vegna bilunar

Bombardier-flugvélin sem um ræðir.
Bombardier-flugvélin sem um ræðir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bilun kom upp í vængbörðum Bombardier-vélar Flugfélags Íslands í dag.

Til að hafa lengri flugbraut til afnota var ákveðið  að lenda vélinni á Keflavíkurflugvelli í stað Reykjavíkurflugvallar.

Ekki var um nauðlendingu að ræða, samkvæmt upplýsingum mbl.is.  

Frétt mbl.is: Vængbörð vélarinnar endurstillt 

Var kyrrsett af SAS árið 2007

Bombardier-vélin er ein af þremur nýjum flugvélum sem Flugfélag Íslands keypti frá SAS fyrir skömmu.

Flugvélarnar voru kyrrsettar af SAS árið 2007 vegna vandamála með lendingarbúnað.

Flugvélarnar eru af tegundinni Bombardier Q-400 og er vélin sem lenti í Keflavík sú eina sem Flugfélag Íslands hefur tekið í notkun.

Frétt mbl.is: Markar tímamót í innanlandsflugi

Uppfært 16. mars kl.11.00: Í upphaflegu fréttinni stóð að bilunin hafi komið upp í lendingarbúnaði vélarinnar en það hefur núna verið leiðrétt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert