Milt og gott veður

Það er spáð mildu veðri næstu daga
Það er spáð mildu veðri næstu daga mbl.is/Styrmir Kári

Í dag og næstu daga gera spár ráð fyrir meinlausu veðri víðast hvar, suðlæg átt, víða hæg. Skýjað og rigning eða súld á köflum sunnan- og vestantil á landinu en yfirleitt bjartviðri norðan- og austanlands. Milt veður, segir í færslu vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Vegir eru greiðfærir um mest allt land.

Á Vesturlandi eru hálkublettir á Fróðárheiði og hálkublettir og éljagangur á Holtavörðuheiði.  Á Vestfjörðum er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og á Hálfdán en hálkublettir á öðrum fjallvegum.

Sunnan og suðaustan 8-15 m/s, en lengst af hægari norðan og austanlands. Dálítil rigning eða súld S- og V-til, en bjartviðri á N- og A-landi. Dregur úr vindi á morgun. Hiti víða 5 til 10 stig að deginum, hlýjast NA-lands.

Á miðvikudag:

Sunnan 5-13 m/s, hvassast NV-til. Súld eða dálítil rigning á S- og V-landi, en bjartviðri NA- og A-lands. Hiti 3 til 8 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Hæg suðlæg átt og léttskýjað, en skýjað með köflum V-lands. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn.

Á laugardag:
Suðvestan 5-13 með rigningu eða slyddu V-lands, en bjart fyrir austan. Heldur kólnandi.

Á sunnudag:
Suðvestlæg átt og úrkomulítið, en bjart A-til. Hiti 2 til 6 stig.

Á mánudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með dálítilli vætu SV-til, en annars þurrt. Milt veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert